Fara í efni  

Framkvæmdir

Akranes er stækkandi bæjarfélag og telja íbúar u.þ.b. 7000. Skipulags- og byggingarmál skipa mikilvægan sess í bæjarfélaginu og eru framundan stór og skemmtileg verkefni, s.s. Sementsreiturinn.

AkranesMikilvægt er að vel sé haldið á hvers kyns útboðsmálum vegna framkvæmda á vegum bæjarins og gilda um slík mál skýrar leikreglur. Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum á vegum Akraneskaupstaðar. Undir skipulags- og umhverfissviði heyra viðhald gatna- og stígakerfis, dýraeftirlit og umsjón með beitarlöndum auk umsjónar með fasteignum kaupstaðarins og viðhaldi þeirra. Sviðið annast einnig undirbúning, verkefnastjórn og eftirlit með framkvæmdum bæjarsjóðs. 

Sviðsstjóri fer með daglega stjórn sviðsins, samræmir störf og verkefni starfsmanna og ber ábyrgð á verkefnum þess gagnvart bæjarstjóra og skipulags- og umhverfisráði. Sviðsstjóri fer með framkvæmdastjórn fyrir almannavarnanefnd í samvinnu við bæjarstjóra og formann almannavarnanefndar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00