Fara í efni  

Deiliskipulagi lokið - breyting á deiliskipulagi Nýlendureits

Uppfært 15. janúar 2015: Auglýsing vegna deiliskipulag Nýlendureits birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. desember 2014. Undirritað deiliskipulag má skoða hér. 


Uppfært 17. nóvember 2014: Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi þann 11. nóvember sl., breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits. Breytingin nær til lóðanna Melteigs 11-13 og Suðurgötu 31-33. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tvær athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar.

Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að Melteigi er lokað við Sóleyjargötu, aðkoma verður frá Suðurgötu og verður sá hluti Melteigs gerður að botnlangagötu. Grænt svæði verði við enda Melteigs við Sóleyjargötu og gróðurrönd sett meðfram bílageymslu við Sóleyjargötu 14.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagstillaga vegna Nýlendureits má sjá hér. 


Uppfært 22. október 2014:Kynningarferli að tillögum um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits á Akranesi lauk 1. október sl. Alls bárust tvær athugasemdir sem verður teknar til skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Þar næst er það bæjarstjórn Akraness sem samþykkir deiliskipulagið. Hér fyrir neðan má sjá tillögurnar eins og þær voru auglýstar í ágúst sl.


Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits á Akranesi, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðanna Melteig 11 og 13, Suðurgötu 31 og 33 ásamt hluta götunnar Melteigs sem liggur milli Sóleyjargötu og Suðurgötu. Lóðirnar Melteigur 11 og 13 og Suðurgata 33 verða tvær lóðir, á lóðunum verður heimilt að reisa 2. hæða hús, nýtingarhlutfall lóðanna er breytt. Suðurgöta 31 verður breytt í bílastæði.

Breytingartillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með miðvikudeginum 20. ágúst n.k. til og með miðvikudeginum 1. okt. 2014.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 1. október 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillögunafyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi má sjá hér. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00