Fara í efni  

Skagaleikflokkurinn í Sementsverksmiðjuna

Í dag var undirritaður leigusamningur á milli Akraneskaupstaðar og Skagaleikflokksins en félagið mun leigja svokallað „starfsmannarými“ í Sementsverksmiðjunni sem er staðsett fyrir neðan matsalinn í skrifstofubyggingunni að Mánabraut 20. Um er að ræða u.þ.b. 150 m² sem félagið fær leigt til tveggja ára. Húsaleigan reiknast sem styrkur til félagsins og er hún endurskoðuð í september ár hvert. Í samningnum er kveðið á um að Skagaleikflokkurinn ábyrgist að rekið verði metnaðarfullt starf, en markmið leikfélagsins er að vinna að eflingu leiklistar, bókmennta og annarrar alhliða menningarstarfsemi. Þeim markmiðum verður meðal annars náð með því að halda uppi sýningum á íslenskum og/eða erlendum leikverkum og taka þátt í viðburðum á vegum Akraneskaupstaðar.

Á myndinni má sjá Regínu Ásvaldasdóttur bæjarstjóra og Guðbjörgu Árnadóttur formann Skagaleikflokksins kampakátar eftir undirritunina.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30