Fara í efni  

Laus staða aðstoðarmatráðs á leikskólanum Garðaseli

Laus er til umsóknar staða aðstoðarmatráðs við Leikskólann Garðasel. Um er að ræða 25% starf matráðs og 50% starf aðstoðarmatráðs. Í fjarveru matráðs er viðkomandi staðgengill og sér um eldhús leikskólans. Aðstoðarmatráður sér um þvottahús leikskólans.

Garðasel er þriggja deilda heilsuleikskóli með 75 börn og 20 starfsmenn og starfar eftir heilsustefnu sem leggur m.a. áherslu á holla næringu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Hæfniviðmið eru: 
 • reynsla af vinnu í eldhúsi ( matur og bakstur)
 • frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • færni í mannlegum samskiptum
 • stundvísi
 • áhugi og  jákvæðni

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk. Á heimasíðu leikskólans www.gardasel.is er að finna frekari upplýsingar um starfsemina.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir leikskólastjóri á netfangið ingunn.rikhardsdottir@akranes.is og í síma 433-1240.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00