Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð er bæjarráði og bæjarstjórn til ráðgjafar í þeim málaflokkum sem tilheyra skóla- og frístundasviði, m.a. málefnum leik-, grunn- og tónlistarskóla Akraneskaupstaðar, forvarnamálum, æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamálum, daggæslu barna og vinnuskólanum. Ráðið gerir tillögur til bæjarráðs um stefnu og markmið í framangreindum málaflokkum og hefur eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar og bæjarráðs í þessum málaflokkum nái fram að ganga.

Skóla- og frístundaráð heldur fundi sína að jafnaði á þriðjudögum aðra hverja viku kl. 16:30. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundi ráðsins með málfrelsis- og tillögurétt. Skóla- og frístundaráð gerir tillögur til bæjarráðs um afgreiðslu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið. Undir Skóla- og frístundaráð heyrir bæjarstjórn unga fólksins.

Skóla- og frístundaráð er skipað eftirtöldum aðilum:

Aðalmenn
Varamenn

Þórður Guðjónsson (D) formaður

Rakel Óskarsdóttir (D)

Sigríður Indriðadóttir (D) varaformaður

Atli Harðarson (D)

Kristinn Hallur Sveinsson S) aðalmaður

Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)

Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir (Æ) áheyrnarfulltrúi   

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir (Æ)

Sigrún Guðnadóttir (B) áheyrnarfulltrúi

Jóhannes Karl Guðjónsson (B)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449