Fara í efni  

Fundadagatal Akraneskaupstaðar

Fundardagatal Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017 er komið út en þar er hægt að sjá hvenær fastir fundir eru hjá eftirfarandi ráðum Akraneskaupstaðar. Fundartími getur þó færst til vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Bæjarstjórn 
Bæjarstjórnarfundir fara fram annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar. Forseti bæjarstjórnar er Sigríður Indriðadóttir og er undirbúningur bæjarstjórnafunda á hendi Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra. Erindi til bæjarstjórnar skal senda á netfangið baejarstjori@akranes.is. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.

Bæjarráð 
Fundir bæjarráðs fara fram að jafnaði annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar. Ólafur Adolfsson er formaður bæjarráðs og sér Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um undirbúning funda bæjarráðs. Erindi til bæjarráðs skal senda á netfangið baejarstjori@akranes.is.  

Skipulags- og umhverfisráð
Fundir skipulags- og umhverfisráðs fara fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar. Einar Brandsson er formaður skipulags- og umhverfisráðs og sér Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri um undirbúning funda ráðsins. Erindi til skipulags- og umhverfisráðs skal senda á netfangið sigurdur.pall.hardarson@akranes.is.

Skóla- og frístundaráð
Fundir skóla- og frístundaráðs fara fram fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Sigríður Indriðadóttir er formaður skóla og frístundaráðs og sér Valgerður Janusdóttir deildarskóli skólaþróunar og sérfræðiþjónustu um undirbúning funda ráðsins. Erindi til skóla- og frístundasviðs skal senda á netfangið skoliogfristund@akranes.is.

Velferðar- og mannréttindaráð
Fundir velferðar- og mannréttindaráðs fara fram fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir er formaður velferðar- og mannréttindaráðs og sér Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri um undirbúning funda ráðsins. Erindi til velferðar- og mannréttindaráðs skal senda á netfangið velferd@akranes.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449