Bæjarstjórn

Bæjarstjórn fer með stjórn Akraneskaupstaðar og hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur, ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Bæjarstjórn fundar tvisvar í hverjum mánuði, annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar í fundarsal bæjarstjórnar kl 17.00. Fundir bæjarstjórnar eru opnir en heimilt er að ákveða að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt vegna eðlis máls. Bæjarstjórnarfundir eru opnir almenningi en einnig er hægt að hlusta á þá í útvarpinu á tíðninni FM 95,0.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar er skipuð 9 bæjarfulltrúum sem kjörnir eru lýðræðslegri kosningu af íbúum Akraness. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Akraness fyrir kjörtímabilið 2014 - 2018. 

Eftirtaldir aðilar skipa í dag bæjarstjórn Akraness

Aðalfulltrúar
Varafulltrúar   

Sigríður Indriðadóttir (D) forseti bæjarstjórnar

Ingþór Bergmann Þórhallsson (D)

Einar Brandsson  (D) 1. varaforseti bæjarstjórnar       

Kristjana Ólafsdóttir (D)

Ingibjörg Valdimarsdóttir  (S) 2. varaforseti bæjarstjórnar   

Gunnhildur Björnsdóttir (S) 

Ingibjörg Pálmadóttir (B)  bæjarfulltrúi

Jóhannes Karl Guðjónsson (B)

Ólafur Adolfsson (D) bæjarfulltrúi 

Atli Harðarson (D)

Vilborg Guðbjartsdóttir (Æ) bæjarfulltrúi 

Kristín Sigurgeirsdóttir (Æ)

Valgarður Lyngdal Jónsson (S) bæjarfulltrúi

Kristinn Sveinsson (S)

Þórður Guðjónsson (D) bæjarfulltrúi

Stefán Þór Þórðarson (D)

Rakel Óskarsdóttir (D) bæjarfulltrúi

Hjördís Guðmundsdóttir (D) 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband