Bæjarstjóri

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 19. júní 2014 var samþykkt samhljóða að ganga að nýju til samninga við Regínu Ásvaldsdóttur um starf  bæjarstjóra á Akranesi en hún hafði gegnt stöðunni frá janúar 2012.

Regína Ásvaldsdóttir er með meistarapróf í breytingastjórnun frá viðskipta- og hagfræðideild  Háskólans í Aberdeen í Skotlandi, framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands og cand.mag í félagsráðgjöf og afbrotafræði frá Háskólanum í Osló. Hún hefur margra ára reynslu sem stjórnandi á vettvangi sveitarstjórnarmála og hefur stýrt umfangsmiklum stjórnkerfisbreytingum á vegum Reykjavíkurborgar. Regína var skrifstofustjóri og síðar staðgengill borgarstjórans í Reykjavík árin 2008 til 2011, sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar 2005 til 2007, verkefna- og breytingastjóri á þróunarsviði Reykjavíkurborgar 2002 til 2005, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar í Grafarvogi 1997 til 2002 og félagsmálastjóri á Sauðárkróki 1995 til 1997. Regína var einnig fyrsti framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og hefur meðal annars kennt breytingastjórnun við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Regína er gift Birgi Pálssyni, verkefnisstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu, og eiga þau þrjár dætur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband