Fara í efni  

Verkefnastjóri í mannréttindamálum hjá Akraneskaupstað

Á fundi bæjarráðs þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að ráða Önnu Láru Steindal, núverandi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi sem verkefnisstjóra mannréttindamála hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða ráðningu til 9. mánaða. Anna Lára mun fylgja eftir verkefnum sem Rauði krossinn á Akranesi hefur sinnt fyrir Akraneskaupstað en Rauði krossinn hyggst draga verulega úr starfseminni á næsta ári og leggja áherslu á kjarnastarfsemi Rauða krossins, s.s. sjálfboðastörf.

Akraneskaupstaður og Rauði krossinn á Akranesi hafa átt í farsælu samstarfi um árabil og hefur Rauði krossinn sinnt ýmsum samfélagsverkefnum fyrir kaupstaðinn, meðal annars þjónustu við innflytjendur. Anna Lára Steindal hefur verið framkvæmdastjóri Rauða krossins á Akranesi síðastliðin 7 ár. Áður starfaði hún meðal annars sem kennari í fullorðinsfræðslu, blaðamaður og ritstjóri. Hún er með BA gráðu í heimspeki og mun ljúka meistaraprófi í heimspeki í febrúar 2014, með áherslu á fjölbreytileika og hvernig best má vinna úr þeim áskorunum sem fjölbreytt nútímasamfélög standa frammi fyrir, meðal annars að tryggja aðgengi ólíkra hópa að samfélaginu og mannréttindi í reynd.

Verkefnastjóri í mannréttindamálum hjá Akraneskaupstað


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00