Fara í efni  

Akraneskaupstaður styrkir Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, þann 28. janúar, að veita kr. 700.000 í styrk til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Samtökin voru stofnuð laugardaginn 25. janúar síðastliðinn að frumkvæði fjögurra einstaklinga á Akranesi. Steinunn Sigurðardóttir, sem er fyrrum hjúkrunarforstjóri, var kjörin formaður á stofnfundinum.

Tilgangurinn með stofnun hollvinasamtakanna er að sameina íbúa á Vesturlandi í stuðningi við heilbrigðisstofnun Vesturlands með því að setja á stofn regnhlífasamtök. Ennfremur að safna fé til mikilvægra tækja.

Akraneskaupstaður hefur mörg undanfarin ár barist fyrir auknum fjárveitingum til starfsemi HVE, sent umsagnir til fjárlaganefndar og lagt áherslu á að starfsemi HVE verði varin og ekki síður vakið athygli ráðamanna á þeim miklu möguleikum sem felast í nálægð Sjúkrahússins á Akranesi við höfuðborgarsvæðið. Það opnar fyrir að ýmis konar verkefni/aðgerðir er hægt að framkvæma á stofnuninni og stytta um leið biðlista sem eru til staðar á Landspítala/háskólasjúkrahúsinu í Reykjavík á hinum ýmsum sviðum. Auk þess er mikilvægur mannauður til staðar og sérþekking á sjúkrahúsinu sem byggst hefur upp í langan tíma og hætta er á að sá þáttur glatist ef verkefnum fækkar.

Bæjarstjórn vill styðja Hollvinasamtökin í verki og vonast til að fleiri sveitarfélög á starfsvæði HVE á Vesturlandi fylgi fordæminu eftir.

Akraneskaupstaður vill benda þeim sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Hollvinasamtökin að hægt er að skrá sig á heimasíðu þeirra, vesturlandsvaktin.is og einnig er hægt að fylgjast með þeim á facebook.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00