Fara í efni  

Mannauðsstefna

Áslaug ÞorsteinsdóttirBæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 14. október 2014 að stofna starfshóp sem hafði það hlutverk að endurskoða starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar. Formaður hópsins var Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar. Ný og endurskoðuð starfsmannastefna, nú mannauðsstefna, var síðar samþykkt í bæjarstjórn Akraness þann 14. júní 2016. 

Í mannauðsstefnunni er lögð áhersla á samstarf, stjórnun, upplýsingamiðlun, hvatningu og endurgjöf ásamt því er einnig lögð áhersla á að starfsfólk og stjórnendur hafa gildi Akraneskaupstaðar - jákvæðni, metnað og víðsýni - að leiðarljósi í daglegum störfum. Mannauðsstefnan tekur jafnframt á atriðum um ráðningar og nýliðun, starfsþróun, umhverfi og heilsu og réttindi, skyldur og starfslok. 

Á vegum Akraneskaupstaðar eru starfandi samráðshópar við Verkalýðsfélagið og Starfsmannafélag Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um fulltrúa í samráðshópunum er að finna hér.

Mannauðsstefnuna má skoða hér að ofan. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30