Fara í efni  

Menningarviðburðir

MenningÁ Akranesi er alltaf eitthvað að gerast. Hver viðburðurinn rekur annan og reyndar er það svo að fáir dagar líða án þess að eitthvað sé ekki í gangi á sviði menningar, lista eða íþrótta. Á Akranesi er öflugt menningarstarf og reglulega eru haldnir tónleikar, ýmist á vegum einhvers hinna fjölmörgu kóra sem starfandi eru eða annarra tónlistarmanna.  

Árleg hátíðarhöld ná yfir allt árið, fyrst er það þjóðhátíðardagur Íslendinga sem haldinn er hátíðlegur á Akranesi þann 17. júní. Næst eru það Írskir dagar, þar sem Skagamenn halda upp á keltneska arfleið sína í byrjun júlí ár hvert. Menningarhátíðin Vökudagar heldur sínum sessi í byrjun nóvember en þá er hver menningarviðburðurinn á fætum öðrum út um allan bæ. Norðurálsmótið fer einnig fram á Akranesi og þá kemur fólk að úr öllum áttum af landinu í lok júní.

Kynntu þér vel það sem Akranes hefur upp á að bjóða – þú finnur áreiðanlega eitthvað við þitt hæfi!

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00