Fara í efni  

Listaverkaeign

Stúlka með lönguHaldið er utan um listaverkaeign Akraneskaupstaðar á Héraðsskjalasafni Akraness. Flest verkanna eru aftur á móti staðsett í almenningsrýmum og á veggjum stofnana bæjarins, starfsmönnum og öðrum Skagamönnum og gestum þeirra til ánægju og yndisauka. Listaverkin telja vel á fjórða hundruð og eru af ýmsu tagi, s.s. höggmyndir, málverk, textílverk, útilistaverk og skúlptúrar. Elstu verkin í eigu kaupstaðarins eru frá því um miðja síðustu öld en upphaf má söfnunar listaverka má rekja til listaverkagjafar Fríðu Proppé, apótekara á Akranesi.

Hér til hliðar er mynd af verkinu Stúlka með löngu eftir Guðmund frá Miðdal sem var lengi vel staðsett í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Listi yfir listaverkasafn Akraneskaupstaðar mun fljótlega verða aðgengilegur á síðunni sarpur.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30