Fara í efni  

Menning og söfn

SafnasvæðiðÁ Akranesi er mannlíf í miklum blóma. Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn er bæði friðsæll og fallegur, þar sem fjölskyldur geta búið sér sitt framtíðarheimili. Á Akranesi er einstaklega fjölskylduvænt og öruggt umhverfi þar sem áhersla er lögð á mikla og vandaða þjónustu við íbúa. Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Menning er að margra mati hornsteinn hvers sveitarfélags; íbúar sækja í listviðburði og hverskonar félagastarfsemi til að auðga líf sitt og fá útrás fyrir sköpunarþörf. Á Akranesi er öflugt menningarlíf en á hverju ári eru m.a. haldnar tvær bæjarhátíðir annars vegar Írskir dagar í júlí og menningarhátíðin Vökudagar í nóvember, þar sem Skagamenn og gestir njóta alls hins besta sem listafólkið í bænum hefur að bjóða auk þess sem fjölmargir aðrir listamenn leggja leið sína á Skagann til að taka þátt í þessari mögnuðu hátíð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30