Fara í efni  

Skagamaður 2013

Ísólfur Haraldsson var útnefndur Skagamaður ársins á Þorrablóti Skagamanna síðastliðið laugardagskvöld. Það er hópur sem kennir sig við árgang 1971, eða club 71 sem stendur að þorrablótinu sem kemur með tillögur að Skagamanni ársins, en síðan er það bæjarráð sem samþykkir endanlegt val. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri veitti Ísólfi viðurkenninguna, sem var málverk eftir Bjarna Þór með áletrun. Ísólfur rekur Bíóhöllina á Akranesi og fyrirtækið Vinir hallarinnar sem hafa staðið fyrir um fjögur hundruð viðburðum á Akranesi á árinu. Fjölmennasti viðburðurinn er Lopapeysuballið sem um þrjú þúsund manns sóttu og Ísólfi tókst einnig að fylla Hörpuna með þeirri sögufrægu hljómsveit Dúmbó og Steina síðastliðið haust.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00