Fara í efni  

Áhöfnin á Sturlaugi fær rjómatertu

Sturlaugur H. Böðvarsson landaði um 90 tonnum, aðallega þorski, hér á Akranesi í fyrrinótt, 11. febrúar. Af því tilefni færði bæjarstjórinn á Akranesi, Regína Ásvaldsdóttir skipstjóranum Eiríki Jónssyni og áhöfninni rjómatertu, áður en þeir héldu út í dag.

„Þetta eru ákveðin tímamót því botnsjávarfiski hefur ekki verið landað á Akranesi frá vorinu 2008“ segir Regína og bætir við að það skipti miklu máli fyrir bæjarlífið á Akranesi að togararnir landi hér, frekar en í Reykjavík. Hún segir að það sé gleðilegt hvað umsvif HB Granda hafi verið að aukast á Akranesi að undanförnu með tilheyrandi fjölgun starfa en öll þorskvinnsla HB Granda fer fram í fiskiðjuverinu á Akranesi og þar hafa verið unnin 100 til 200 tonn á viku. Um 100 manns starfa nú í fiskvinnslu hjá fyrirtækinu.

Áhöfnin á Sturlaugi fær rjómatertu


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00