Fara í efni  

Sigfús Halldórsson í tali og tónum

Sigfús Halldórsson er meðal allra fremstu dægurlagahöfunda sem Ísland hefur alið og enn í dag þekkja flestir landsmenn lagasmíðar hans þótt þær séu sumar hverjar frá því fyrir seinna stríð, eitt vinsælasta lag hans er Litla flugan. Meðal annarra laga Sigfúsar sem flestir þekkja má nefna Við eigum samleið, Tondeleyó, Dagný, Játning (Enn birtist mér í draumi), 79 af stöðinni (Vegir liggja til allra átta) og Lítill fugl en öll þessi lög eiga það sameiginlegt að hafa verið sungin og flutt af fjölda söngvara og kóra í gegnum tíðina. Sigfús flutti oft sjálfur lög sín og söng með en kom jafnframt oft fram með hljómsveitum. Þá var hann einnig liðtækur málari og hélt fjölda málverkasýninga um ævi sína.

 

Á þessum tónleikum mun sonur Sigfúsar, Gunnlaugur Sigfússon segja frá ævi hans og flutt verða hans helsu verk. 

 

Fram koma:

Jónína Erna Arnardóttir - píanó Vígþór Sjafnar Zophaníasson - tenór Hanna Þóra Guðbrandsdóttir - sópran Gunnlaugur Sigfússon kynnir

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00