Fara í efni  

Sumarnámskeið

Sumarnámskeið 2018

Það verða fjölmörg sumarnámskeið í boði á Akranesi í sumar. Gera má ráð fyrir að upplýsingar um námskeiðin verði birt hér á sumarvefnum eigi síðar en 17.maí.
Lesa meira

Leikjanámskeið Þorpsins 2018

Nú í sumar mun Frístundamiðstöðin Þorpið sjá um framkvæmd leikjanámskeiða fyrir börn sem eru fædd á árunum 2008-2012. Er þetta í fyrsta skipti sem Þorpið hefur umsjón með leikjanámskeiðum fyrir þennan aldurshóp. Boðið verður upp á vikunámskeið á tímabilinu 6.júní – 17.ágúst, alls 9 vikur. Sumarlokun verður frá 23. júlí - 7. ágúst.
Lesa meira

Sumarnámskeið Gaman-Saman 2018

Í júnímánuði býður Frístundamiðstöðin Þorpið uppá sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára (2005-2007). Tímabilið er frá 12. júní - 30. júní. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Alls verða þrjú námskeið í sumar og verður boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið.
Lesa meira

Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar 2018

Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar fyrir börn fædd 2006 - 2012. Skólastjóri verður Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari mfl.kvenna, þjálfari 2.fl.kv og þjálfari 6.fl.kv. Auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn....
Lesa meira

Sumarnámskeið FIMA 2018

Fimleikafélag Akraness ætlar að bjóða upp á sumarnámskeið í sumar. Námskeiðin eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7 til 12 ára og fara öll fram í æfingaaðstöðu félagsins við Dalbraut (gamla ÞÞÞ húsið).
Lesa meira

Leiðin að kjarnanum: Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 2018

Leiðin að kjarnanum er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 10-12 ára stelpur sem haldið verður 9.-10. júní. Námskeiðið byggist á skemmtilegum verkefnum, leikjum og fræðslu um mataræði og hvernig hægt er að auka eigin hamingju. Farið verður í hugleiðslu og leidda slökun.
Lesa meira

Skapandi skrif, ritsmiðja fyrir börn í júní 2018

Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 (f. 2008) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 11. - 14. júní. Leiðbeinandi verður Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00.
Lesa meira

Einu sinni var...Sumarlestur 2018

Að venju býður Bókasafn Akraness upp á Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestrinum lýkur 11. ágúst.
Lesa meira

Badmintonnámskeið 2018

Badmintonfélagið mun bjóða uppá badmintonnámskeið í tvær vikurnar í sumar. Fyrra námskeiðið er 11. - 15.júní og síðara námskeiðið er 18. - 22.júní. Námskeiðin er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fæddum 2006-2012) og verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Badmintonnámskeiðið er skemmtilegt námskeið fyrir bæði stráka og stelpur.
Lesa meira

Golfleikjanámskeið 2018

Golfklúbburinn Leynir verður með Golfleikjanámskeið í sumar. Námskeiðið er ætlað öllum stelpum og strákum á aldrinum 6 til 10 ára (2008 til 2012). Markmið Golfleikjanámskeiðsins er að taka á móti stelpum og strákum sem vilja kynna sér íþróttina og ná árangri í golfi. Áherslan verður á golftengda og almenna leiki, og gott og skemmtilegt golfleikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30