Fara í efni  

Sumarnámskeið

Leikjanámskeið Þorpsins 2017

Nú í sumar mun Frístundamiðstöðin Þorpið sjá um framkvæmd leikjanámskeiða fyrir börn sem eru fædd á árunum 2007-2011. Er þetta í fyrsta skipti sem Þorpið hefur umsjón með leikjanámskeiðum fyrir þennan aldurshóp. Boðið verður upp á vikunámskeið á tímabilinu 6.júní – 18.ágúst, alls 9 vikur. Sumarlokun verður frá 24. júlí - 4. ágúst.
Lesa meira

Sumarnámskeið Gaman-Saman 2017

Í júnímánuði býður Frístundamiðstöðin Þorpið uppá sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára (2004-2006). Tímabilið er frá 12. júní - 30. júní. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Alls verða þrjú námskeið í sumar og verður boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið.
Lesa meira

Skapandi skrif, ritsmiðja fyrir börn í júní 2017

Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10-14 ára (2003-2007) að taka þátt í ritsmiðju 12.-15. júní. Leiðbeinandi verður Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00.
Lesa meira

Sumarnámskeið FIMA

Fimleikafélag Akraness ætlar að bjóða upp á sumarnámskeið í júní. Námskeiðin eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7 til 12 ára og fara öll fram í æfingaaðstöðu félagsins við Dalbraut (gamla ÞÞÞ húsið).
Lesa meira

Badmintonnámskeið fyrir börn 6-12 ára

Badmintonfélagið mun bjóða uppá badmintonnámskeið fyrstu tvær vikurnar í júní. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fæddum 2005-2011) og verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Badmintonnámskeiðið er skemmtilegt námskeið fyrir bæði stráka og stelpur.
Lesa meira

Reiðnámskeið sumar 2017

Hestamiðstöðin Borgartúni mun bjóða upp á reiðnámskeið í sumar. Reiðnámskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 9 ára og eldri, byrjenda og fyrir þá með reynslu. Hvert námskeið stendur yfir frá mánudag til föstudags og eru kennd fyrir hádegi, frá kl: 10:00 - 12:00 eða eftir hádegi frá kl: 13:00 - 15:00.
Lesa meira

Sundnámskeið

Sundfélag Akraness mun bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn sem eru fædd árið 2011. Námskeiðið fer fram í sundlauginni að Jaðarsbökkum.
Lesa meira

Einu sinni var...Sumarlestur 2017

Að venju býður Bókasafn Akraness upp á Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestrinum lýkur 11. ágúst.
Lesa meira

Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar 2017

Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar fyrir börn fædd 2005 - 2011.Skólastjórn verður í höndum Aldísar Ylfu Heimisdóttur og Alberts Hafsteinssonar en auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn. Æfingar yngstu flokka verða fyrir hádegi í sumar og því verður Knattspyrnuskólinn eftir hádegi...
Lesa meira

Golfleikjanámskeið 2017

Golfklúbburinn Leynir verður með Golfleikjanámskeið í sumar. Námskeiðið er ætlað öllum stelpum og strákum á aldrinum 6 til 10 ára (2007 til 2011). Markmið Golfleikjanámskeiðsins er að taka á móti stelpum og strákum sem vilja kynna sér íþróttina og ná árangri í golfi. Áherslan verður á golftengda og almenna leiki, og gott og skemmtilegt golfleikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449