Fara í efni  

Laus störf

Hlutastarf á Bókasafni Akraness

Bókasafn Akraness auglýsir laust til umsóknar hlutastarf við almenna afgreiðslu. Umsækjandi skal vera 17 ára eða eldri. Leitað er að starfsmanni með áhuga á bókalestri, góða tölvukunnáttu, góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund. Góð íslenskukunnátta er áskilin en einnig er gott að hafa vald á ensku eða öðrum tungumálum.
Lesa meira

Sumarstarf á Byggðasafninu í Görðum

Byggðasafnið í Görðum auglýsir eftir sumarstarfsmanni. Sumarstarfsmaður er ábyrgur fyrir faglegri móttöku gesta og hópa, leiðsögn og almennri safngæslu á svæðinu. Vinnutími er frá kl. 09.30 - 17.00 og unnið á 2 - 2 - 3 vöktum þannig að unnið er aðra hvora helgi.
Lesa meira

Akraneskaupstaður auglýsir eftir umsjónaraðila viðburða ársins 2019

Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum umsjónaraðila viðburða ársins 2019. Viðkomandi yrði ábyrgur fyrir skipulagi, utanumhaldi og framkvæmd viðburða sem kaupstaðurinn stendur fyrir í samvinnu við menningar- og safnanefnd og forstöðumann menningar- og safnamála.
Lesa meira

Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs

Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs við okkur á velferðar- og mannréttindasviði. Stuðningsfjölskyldur taka á móti barni/börnum til dvalar á heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að markmiði að styðja við foreldra barnsins, veita barninu tilbreytingu og stuðning.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30