Fara í efni  

Yfirlýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Orkuveitu Reykjavíkur

Í gær fjallaði vefur Skessuhorns um yfirlýsingu frá Umhverfisvaktinni í Hvalfirði þess efnis að ástæða væri til að óttast að neysluvatn á Akranesi, sem kemur úr Berjadalsá, væri mengað m.a. af völdum efna frá stóriðjufyrirtækjunum á Grundartanga. Af þessu tilefni hefur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

 

 ?Heilbrigðiseftirlit Vesturlands vill að gefnu tilefni benda íbúum á Akranesi á það að ekkert hefur komið við reglubundnar efnamælingar af neysluvatni á Akranesi sem bendir til þess að neysluvatnið sé mengað af efnum frá stóriðjunni á Grundartanga eins og ætla mætti af grein sem skrifuð var af stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð. Það eru ekki fagleg vinnubrögð að reyna að hræða íbúa eða fyrirtæki  á Akranesi með slíkum órökstuddum greinarskrifum.?

 

Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur einnig sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna málsins:

 

?Í framhaldi af dreifibréfi þar sem brigður eru bornar á eftirlit með heilnæmi neysluvatns á Akranesi vill Orkuveita Reykjavíkur, sem á og rekur vatnsveituna í bænum, benda á að reglubundið eftirlit er með neysluvatni eins og lög gera ráð fyrir. Á Akranesi er eftirlitið í höndum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem sent hefur frá sér svohljóðandi yfirlýsingu? (sbr. ofangreind yfirlýsing).

 

Síðan segir í yfirlýsingu Orkuveitunnar: ?Í umhverfisskýrslum Orkuveitu Reykjavíkur síðasta áratuginn er að finna ítarlegar niðurstöður efnagreininga á neysluvatni á Akranesi. Skýrslurnar eru allar á vef Orkuveitunnar . Þær gefa ótvírætt til kynna mikil gæði neysluvatns á Akranesi. 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00