Fara í efni  

Vökudagar verða haldnir dagana 30. október til 8. nóvember 2014.

Nú stendur undirbúningur fyrir Vökudaga sem hæst en viðburðirnir munu teygja sig frá Miðgarði á Innnesi og niður á Breið þessa tíu daga sem menningarhátíðin stendur yfir. Tónleikarnir Ungir/Gamlir verða í Bíóhöllinni, fjölbreyttir kórar munu stíga á stokk en dagskráin hefst með hádegistónleikum í Vinaminni. Leikskólar Akraneskaupstaðar verða með sýningar víða um bæinn og sameiginlega sýningu í Akranesvita. Fimmtudaginn 6. nóvember eru tímamót í sögu Bókasafns Akraness en það er dagurinn sem Lestrarfélag á Akranesi var stofnað árið 1864. Þá er vert að nefna viðburðaröð sem verður í fjórum mismunandi turnum á Akranesi. Hver viðburður stendur í um hálftíma og sá fyrsti verður í Klukkuturninum í Görðum, þá við Krossvíkurvita, sem í daglegu tali er kallaður guli vitinn, síðan við kirkjuturninn í Akraneskirkju og svo verður endað í Akranesvita á Breið. Allt eru það listamenn sem tengjast Akranesi á einhvern hátt sem sjá um atriðin.

Fylgist vel með viðburðum á viðburðadagatalinu á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á facebooksíðu Vökudaga!

Við hvetjum einnig bæjarbúa til þess að merkja myndir sem teknar eru í tengslum við Vökudaga með „hastaginu“ #vokudagar2014.

Dagskráin verður sett inn á vefinn í næstu viku í heild sinni en hana verður einnig að finna í Skessuhorni og Póstinum í næstu viku


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00