Fara í efni  

Vökudagar handan við hornið

Menningarhátíðin Vökudagar verða settir í 20. skipti á fimmtudaginn n.k. kl 17:00.

Undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi og fer þátttaka listamanna fram úr okkar björtustu vonum, þá eru listamenn sem og aðrir um allan bæ á lokametrum í undirbúningi fyrir viðburði sína. En til gamans má geta að sýnendur á Vökudögum eru allt frá leikskólabörnum til eldriborgara. 

Dagskrá hátíðarinnar er vegleg og fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin stendur yfir í 10 daga og verða viðburðir á borð við listasýningar, tónleika, uppistand og margt fleira í boði.

Þá verða fastir liðir á dagskrá eins og Veturnætur - Hryllingsvölundarhús, Listaganga þar sem 15 listamenn um allan bæ bjóða ykkur velkomin og Heima-Skaga hátíðin. 

Dagskrá Vökudaga má sjá í heild sinni hér. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00