Fara í efni  

Vinnuskóli Akraness 2007

 Nú er sumarið loksins komið og Vinnuskóli Akraness kominn í fullan gang.  Vinnuskólinn er fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára auk þess sem 17 ára ungmenni starfa einnig í tengslum við hann.  Síðustu daga og vikur hefur undirbúningur fyrir skólann verið í fullum gangi.  M.a. hefur verið samvinnuverkefni við Símenntunarmiðstöð Vesturlanda og Borgarbyggð um fræðsludaga fyrir flokkstjóra.   Þar hefur verið lögð áhersla á fræða flokkstjóra m.a. um samskipti, siðareglur og hópstjórnun, vinnuþjálfun, skyndihjálp og öryggisatriði tengd vinnuvélum, umhverfisfræðsla, fordæmi og forvarnir og upplýsingar veittar um réttindi og skyldur starfsmanna. 

 Flokkstjórar og aðrir starfsmenn í vinnuskólanum munu einnig fá fræðslu um líkamsbeitingu með það að markmiði að koma í veg fyrir álagsmeiðsl sem rekja má til rangrar vinnutækni.  Vinnuskólinn starfar frá byrjun júní og fram til 20. ágúst og er starfsemi hans að stærstum hluta vinna fyrir Akraneskaupstað við slátt og hirðingu á opnum svæðum, gatnahreinsun og snyrtingu ýmissa lóða bæjarfélagsins svo og önnur tilfallandi störf.  Jafnframt veitir skólinn ellilífeyrisþegum og öryrkjum aðstoð við slátt og hirðingu lóða.


Nánir upplýsingar um Vinnuskóla Akraness veita:


Einar Skúlason rekstrarstjóri, sími 431 4145 / 863 1113


Sigurður Tómasson, sími 897 2785


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00