Fara í efni  

Vinnudagur á Akranesi vegna tilfærslu þjónustu við fatlaða

Undirbúningur vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem fyrirhuguð er í janúar 2011 er í fullum gangi hjá Akraneskaupstað.  Starfshópur sem hefur haft það hlutverk að undirbúa tilfærsluna af hálfu Akraneskaupstaðar hefur verið starfandi frá því s.l. haust en í honum sitja Eydís Aðalbjörnsdóttir formaður, Guðmundur Páll Jónsson, Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri, Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri og Ruth Rauterberg þroskaþjálfi. 

 

Starfshópurinn mun halda vinnudag í samvinnu við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi í Tónlistarskólanum á Akranesi þann 30. apríl nk. frá kl. 08:30 ? 16:00.  Á vinnudeginum verða flutt áhugaverð erindi, m.a. mun Karólína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar kynna reynslu bæjarins af samþættingu velferðarþjónustu en Akureyrarbær hefur frá árinu 1997 verið reynslusveitarfélag og haft umsjón með málefnum fatlaðra, heilsugæslu og öldrunarþjónustu.  Auk erinda verður þátttakendum skipt upp í vinnuhópa þar sem spurningum um þjónustuþætti verður svarað.  Fulltrúar ólíkra aðila munu taka þátt í deginum.  Þeir Skagamenn sem áhuga hafa á tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og þjónustu við fatlaða á Akranesi eru velkomnir á vinnudaginn. Skráning fer fram á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið svala.hreinsdottir@akranes.is.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00