Fara í efni  

Vinabæjasamstarf við Fjarðabyggð tekið upp


Frá undirritun samkomulagsins í Fjarðabyggð
Akraneskaupstaður og Fjarðabyggð hafa gert með sér samkomulag um vinabæjasamstarf og var yfirlýsing þess efnis undirritað í Fjarðabyggð sunnud. 23. nóvember s.l.  Tilgangur þess að efna til vinabæjasamstarfs á milli sveitarfélaganna er m.a. að koma á samstarfi íbúa sveitarfélaganna á sviði atvinnumála, íþróttamála, menningarmála, menntamála og æskulýðsmála. 

 Akranes og Fjarðabyggð eiga margt sameiginlegt. Öflugir framhaldsskólar, útgerð og fiskvinnsla, stóriðja, blómleg menning og fjölbreytt íþróttalíf eru mikilvægir þættir á þessum stöðum. Það eru því miklir möguleikar á að þróa áhugavert og gagnlegt samstarf til hagsbóta fyrir báða aðila.  Sjá fréttatilkynningu sveitarfélaganna.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00