Fara í efni  

Vilt þú taka þátt í að móta glæislega dagskrá á Vökudögum 2022?

Í kringum mánaðarmótin október-nóvember ár hvert bjóða bæjaryfirvöld á Akranesi til menningarhátíðarinnar Vökudaga, en tilgangur hátíðarinnar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. 

Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn stækkar ört. Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, þessvegna stefnum við á frábæra og fjölbreytta dagskrá fyrir komandi Vökudaga.

Þeir sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburði eða sýningu þurfa að senda okkur allar upplýsingar um viðburðinn á netfangið mannlif@akranes.is 

Fram þarf að koma:

 

  • Heiti viðburðar
  • Lýsing á viðburði
  • Dagsetning og tímasetning viðburðar
  • Aðgangseyrir ef einhver
  • Slóða á Facebook viðburð ef það er til slíkur viðburður
  • Mynd (helst landscape)

   ATHUGIÐ – Ef sérstakur „opnunarviðburður“ t.d. formleg opnun á listsýningu sem annars á að standa nokkra daga, þarf að taka það sérstaklega fram.


   Til þess að tryggja sér pláss á dagskrá Vökudaga 2022 þurfa upplýsingar um viðburð að hafa borist okkur eigi síðar en 2.október 2022. 

   Nánari upplýsingar um skipulagningu Vökudaga veitir Sigrún Ágústa Helgudóttir, verkefnastjóri á netfanginu sigrunagusta@akranes.is eða í síma 433-1000.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00