Fara í efni  

Villi Naglbítur sýnir í Kirkjuhvoli

Á laugardag kl. 15 opnar Vilhelm Anton Jónsson myndlistarsýningu sína í listasetrinu Kirkjuhvoli. Um er að ræða þriðju sýningu Villa en fyrr í sumar sýndi hann á Kaffi Sólon og á Kaffi Karólínu á Akureyri.


Villi hefur undanfarin ár snúið sér að myndlistinni af auknum krafti eftir að hafa starfað við tónlist og dagskrárgerð í nokkur ár.


Myndirnar á sýningunni fjalla um líkamleg samskipti fólks, lostann, lífið og dauðann en þær eru allar unnar með blandaðri tækni; akrýl, kol og olíu á striga.


Allir velkomnir!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00