Fara í efni  

Viðbygging við Brekkubæjarskóla formlega afhent

Föstudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, var viðbygging við Brekkubæjarskóla afhent af Loftorku ehf.  í Borgarnesi. Fjölmenni var við afhendinguna, nemendur, starfsfólk og boðsgestir. Andrés Konráðsson afhenti Sveini Kristinssyni, forseta bæjarstjórnar, lykla að nýbyggingunni sem síðan afhenti skólastjóranum, Inga Steinari Gunnlaugssyni, lyklana.

 

Pétur Óðinsson, formaður framkvæmdanefndar, kallaði til yngstu nemendur í hverjum árgangi og færði þeim húsálfa (styttur) að gjöf sem eiga að hjálpa þeim að líta eftir góðri umgengni. Að lokum tók Fjóla Ásgeirsdóttir fulltrúi foreldra til máls og skýrði frá því að foreldrafélagið hefur látið útbúa skilti með nafni og merki skólans sem komið hefur verið fyrir á steini við enda skólans. Yngstu nemendur skólans eru þríburar og fengu þeir það hlutverk að afhjúpa merkið. Segja má að með þessari byggingu sé lokið ríflega hálfrar aldar byggingasögu. Viðbyggingin hýsir 11 kennslustofur, aðstöðu fyrir stoðþjónustu skólans þ.e. sérdeild, námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og heilsugæslu. Allar nýju kennslustofurnar eru með síma og tölvu. Að auki var ráðist í umfangsmiklar breytingar á eldra húsnæði þannig að bókasafnið var stækkað, útbúin tölvustofa sem tekur heila bekkjardeild, eldunaraðstaða í kennaramötuneyti bætt sem og kennarastofa, kennarar hafa fengið vinnuaðstöðu og afgreiðslueldhús fyrir matarpakka hefur verið útbúið.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00