Fara í efni  

Viðburðaveisla á Akranesi

Í sumar mun hver viðburðurinn reka annan á Safnasvæðinu á Akranesi í hinni svokölluðu "Viðburðaveislu". Vinsældir Safnasvæðisins fara sífellt vaxandi og má auðveldlega sjá það á gestafjöldanum sem var tæplega 30 þúsund á síðasta ári.


Veislan hefst þriðjudaginn 31. maí næstkomandi þegar afhjúpað verður minnismerki um Sr. Jón M. Guðjónsson, fyrrum sóknarprest og stofnanda Byggðasafnsins að Görðum. Tilefnið er 100 ára fæðingarafmæli Sr. Jóns en sama dag verður einnig opnuð sýning í Kirkjuhvoli um ævi hans og störf.


Veislunni lýkur ekki fyrr en í september en dagskrána má sjá í heild sinni með því að smella á "Lesa meira" hér að neðan.

 


Þriðjudaginn 31.maí 


Afhjúpun minnismerkis um Sr. Jón M. Guðjónsson að Görðum.


Opnun sýningar í Kirkjuhvoli.  Í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Sr. Jóns M. Guðjónssonar fyrrv. sóknarprests og stofnanda Byggðasafnsins að Görðum.


 


Laugardaginn 4. júní


Sjávardagur.  Í tilefni sjómannadags (5.júní) verður fiskiveisla á Safnasvæðinu að Görðum kl.19:00.  Matreiðslumenn laða fram ýmsar krásir úr sjárvarfangi. Miðapantanir í síma 431-1255 og 433-1000.  Íslandsmót í sjávarsúpugerð, víkingahópurinn Hringhorni fremur sjónarspil ásamt öðrum skemmtiatriðum.


 


Laugardaginn 11.júní


?Í hlutanna eðli?, stefnumót lista og minja. Opnun farandsýningar sex myndlistarmanna sem starfa á minjasöfnum umhverfis landið.  Sýningin stendur til 26.júní og er haldin í húsakynnum Byggðsafnsins að Görðum, Akranesi.


 


Laugardaginn 23.júlí


Kleinumeistaramót Íslands.  Kleinumeistarar víða að af landinu spreyta sig í kleinubakstri og hefst baksturinn kl.14:00.


 


Laugardaginn 13.ágúst


Markaðsdagur á Skaga.  Markaðstjald og sölubásar á svæðinu frá kl.12:00-17:00.  Söluaðilar skrá þátttöku í síma 431-1255 (ath. engin básaleiga). 


 


Laugardaginn 27.ágúst  


Fornbílaheimsókn.  Félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands heimsækja Safnasvæðið og sýna fáka sína. Verða á svæðinu kl. 14:00 og fram eftir degi.


 


Laugardaginn 10. september 


Sveitarómantík.  Störf til sveita kynnt ásamt fleiri uppákomum sem endar á gamaldags sveitaballi á Safnasvæðinu.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00