Fara í efni  

Vertu töff - vímulaus

Nú stendur yfir forvarnarvika þar sem boðið er upp á góða skemmtun og fræðslu. Dagskráin er samvinnuverkefni margra aðila s.s. NFFA, Hvíta hússins, Arnardals, Íþróttamiðstöðvarinnar að Jaðarsbökkum og IA. Oddfellow hreyfingin styrkir framtakið.  Á þriðjudagskvöldið var trúbadorakeppni í Hvíta húsinu og vann Bergur Líndal Guðnason með glæsibrag. Bíóhöllin titraði og skalf af tónlist á miðvikudagskvöldið er bílskúrsböndin stigu á svið eitt af öðru og stóðu tónleikarnir í ríflega tvo tíma. Það vakti athygli að ein hljómsveitin kom alla leið frá Austurlandi til að fremja sína list - 5 stúlkur.

Í kvöld verður kaffihúsakvöld í FVA, þar sem m.a. verður uppistand, Herradeild PÓ tekur nokkur Stoneslög, sýndur verður dans og fleira verður á dagskrá.


 


Forvarnarhópur í FVA hefur fengið fyrirlesara til fræða framhaldsskólanemendur um ýmis málefni.


 


Íþróttaklúbbur NFFA verður síðan með undarlega íþróttakeppni á Jaðarsbökkum á föstudag, boðið verður í grill eftir átökin og síðan skella allir sér í sund við dúndrandi diskótónlist.  Vímuefni af öllu tagi eru bönnuð í tengslum við þessa dagskrá og 10. bekkingar grunnskólanna eru sérstakir heiðursgestir. Samvinna hefur verið milli Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um þessa dagskrá.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00