Fara í efni  

Verðandi Idolstjarna?
Rakel Pálsdóttir

Félagsmiðstöðin Arnardalur á Akranesi bar sigur úr býtum í söngkeppni Samfés á laugardagskvöld. Það var Rakel Pálsdóttir, nemandi úr Brekkubæjarskóla, sem kom fram fyrir hönd Arnardals með lagið "That's the way it is" með Celine Dion. Alls tóku tvöhundruð og fimmtíu einstaklingar frá sextíu og tveimur félagsmiðstöðvum af öllu landinu þátt í söngkeppni Samfés að þessu sinni, sem var afar vel sótt. Um þrjúþúsund og tvöhundruð ungmenni fylgdust með keppninni og hvöttu sína félaga til dáða.

Rakel Pálsdóttir var valin til að keppa fyrir hönd Arnardals þar sem hún sigraði hina árlegu hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi sem haldin var þann 27. nóvember og fyrir vikið hlaut hún nafnbótina Hátónsbarkinn 2003.  Heimasíða var opnuð í kjölfar af hæfileikakeppninni hér heima og ef smellt er á slóðina hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndband og upptöku frá þeirri keppninni en þar syngur Rakel Pálsdóttir m.a. sigurlagið sitt.  http://www.aknet.is/grundaskoli/haef03/index.htm


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00