Fara í efni  

Velheppnuð vígsla og afmælishátíð ÍA

Laugardaginn 21. október sl. var Akraneshöllin vígð og óhætt að segja að kátt hafi verið í höllinni. SS verktakar afhentu Akraneskaupstað húsið formlega og Séra Eðvarð Ingólfsson blessaði húsið.  Í tilefni af 60 ára afmæli Íþróttabandalagsins og vígslu hallarinnar ákvað aðalstjórn Íþróttabandalags Akraness að nota tækifærið heiðra einstaklinga sem hafa unnið af atorku og dugnaði að vexti og viðgangi íþrótta á Akranesi.  

Í tilefni af afmælinu var einnig opnuð sögusýning ÍA að hætti Friðþjófs Helgasonar bæjarlistamanns.


 


Í tilefni dagsins afhenti Gunnar Sigurðsson forseti bæjastjórnar Íþróttabandalaginu 1.0 m.kr.   Að lokum var boðið upp á leiki og þrautir í höllinni og heitt kakó og Svala.  Afmælisgjöf Akraneskaupstaðar ætti að vera mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi.


 


 


Hér að neðan má lesa nánar um heiðursverðlauna og 60 ára sögusýningu ÍA


 


Valið á þeim einstaklingum sem heiðraðir voru byggðist á tilnefningu frá nánast öllum aðildarfélögum ÍA og voru alls 29 einstaklingar heiðraðir:


 


Sex einstaklingar fengu æðstu viðurkenningu bandalagsins, heiðursfélagatitil.


 


þann heiður hlutu:


 


Guðjón Guðmundsson


Gunnar Sigurðsson


Helgi Daníelsson


Helgi Hannesson


Magnús Oddsson


Þorsteinn Þorvaldsson


 


 


Heiðursgullmerki ÍA hlutu 8 einstaklingar að þessu sinni sem hafa unnið frábært starf í þágu bandalagsins eigi skemur en 30 ár.


 


Þeir eru :


Alfreð Viktorsson


Hannes Þorsteinsson


Haraldur Sturlaugsson


Hörður Ragnarsson


Ingunn Ríkharðsdóttir


Jón Runólfsson


Reynir Þorsteinsson


Ævar Sigurðsson


 


Heiðurssilfurmerki ÍA hlutu að þessu sinni 15 einstaklingar sem hafa unnið frábært starf í 20 ár í þágu Íþróttabandalagsins.


 


Þeir eru :


 


Björn Jónsson


Elín Hannesdóttir


Erla Karlsdóttir


Georg Janusson


Gísli Gíslason


Guðjón Þórðarson


Guðmundur Páll Jónsson


Jóhannes Guðjónsson


Jón Gunnlaugsson


Ólafur Þórðarson


Ragnar Sigurðsson


Ragnheiður Runólfsdóttir


Rósa Halldórsdóttir


Þórdís Arthúrsdóttir


Þröstur Stefánsson


           


Það var háttvirtur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem afhenti heiðursverðlaunin.  Heiðursmerkin hannaði Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður,  sérstaklega fyrir Íþróttabandalagið.


 


 


Í tilefni af afmælinu og opnun hallarinnar ákvað stjórn bandalagsins að efna til sögusýningar að hætti Friðþjófs Helgasonar bæjarlistamanns.  Er honum þakkað sérstaklega fyrir skemmtilegt og frumlegt framlag hans að 60 ára sögu ÍA.  Það voru Hallbera Leósdóttur eiginkona Ríkharðs Jónssonar sem var á stofnfundi ÍA 1946  og Helgi Daníelsson í fjarveru Friðþjófs Helgasonar sem opnuðu sýninguna með aðstoð fulltrúa framtíðarinnar, þ.e æskunni.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00