Fara í efni  

Vel heppnuð útgáfuhátíð í Garðakaffi

Safnaskáli Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi var fullur út úr dyrum í gær þegar efnt var til hátíðar í tilefni af útgáfu bókarinnar  ?Ríkisfang: Ekkert?, eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Bókin fjallar um flóttakonurnar sem fluttu á Akranes haustið 2008 og ástæður þess að þær lentu á flótta. Af þessu tilefni var því einnig haldið upp á það að liðlega 3 ár eru frá komu þeirra á Akranes.

 

Mikill fjöldi góðra gesta tók þátt í hátíðinni og ætla má að á fjórða hundrað gesta hafi kíkt í heimsókn, hlustað á upplestur, söng og horft á palestínskan debka-dans. Þá var boðið upp á arabískan mat sem konurnar elduðu sjálfar handa gestum og gangandi. Bókn var að sjálfsögðu til sölu og seldist það upplag sem komið var með á staðinn upp á skömmum tíma, eða liðlega 100 bækur.

 

Meðfylgjandi myndir tók Friðþjófur Helgason á hátíðinni í gær.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00