Fara í efni  

Vel heppnuð fjölskylduhátíð

Fjölskyldudagur íþróttafélaganna, Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness var haldinn laugardaginn 26. apríl 2003. Íþróttafélögin og íþróttabandalagið kynntu starfsemi sína, þjálfarar og stjórnarmenn/konur sátu fyrir svörum og kaffi, vöfflur og pönnukökur voru á borðum í boði framkvæmdaaðila.    Alls lögðu 5 ? 600 manns leið sína í íþróttahúsið við Vesturgötu þennan eftirmiðdag og höfðu allir gaman af. 


 

Mikið var um glens og grín. Boðið var upp stöðvaleik þar sem gestum og gangandi bauðst að prófa hæfni sína í hinum ýmsu íþróttagreinum þ.á.m. gafst fólki kostur á að prófa nýopnaða innigolfaðstöðu Golfklúbbsins Leynis í kjallara hússins. Í boði voru ýmis skemmtiatriði sem héldu uppi fjörinu og fóru margir heim með glæsilega vinninga eftir lokaatriði dagsins, bingóið.
Var mál manna að fjölskylduhátíð þessi væri komin til að vera og talað var um að halda hana strax að ári.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00