Fara í efni  

Vantar þig bol fyrir Írska daga?

Þrátt fyrir risjótt veðurfar í gær og í dag er mikil stemning á Akranesi fyrir Írskum dögum, sem hefjast formlega í kvöld með írskri menningarveislu í safnaðarheimilinu Vinaminni þar sem hljómsveitin South River Band mun m.a. sjá um að koma fólki í rétta skapið fyrir helgina. Bærinn er smátt og smátt að taka á sig írskan blæ enda er allt skreytingaefni í írsku fánalitunum nánast á þrotum í bænum. Fólk þarf þó ekki að örvænta því nú er hægt að kaupa sérmerkta og einkar fallega boli sem framleiddir hafa verið í tilefni af Írskum dögum. Bolirnir eru til sölu í verslunum Ozone og Pennans og á bæjarskrifstofunum á Stillholti og er leiðbeinandi verð 800,- krónur. Bolirnir fást í öllum stærðum og því upplagt fyrir stórfjölskyldur að verða sér úti um þennan heppilega hátíðarfatnað fyrir þessa viðburðaríkustu helgi ársins.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00