Fara í efni  

Úttekt á leikskólanum Garðaseli

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir úttekt á leikskólanum Garðaseli, Akranesi en úttektin var unnin á vegum fyrirtækisins Attentus ? mannauður og ráðgjöf fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið síðla árs 2010. Höfundar skýrslunnar eru Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og Svava Bernhard Sigurjónsdóttir. Í verksamningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Attentus, sem undirritaður var í október 2010, kemur fram að ?lagt skuli  mat á stjórnun, skipulag ogstefnu skólastarfsins auk þess sem gera þurfi grein fyrir því hvernig innra mat skólans og ytra mat og eftirlit sveitarfélagsins nýtist leikskólanum?. Úttektin beindist sérstaklega að tengslum aðalnámskrár við skólanámskrá skólans og framkvæmd bæði aðalnámskrár og skólanámskrár í daglegu starfi.

 

Úttektin leiðir í ljós að mjög faglegt starf fer fram á Garðaseli. Leikskólinn uppfyllir kröfur aðalnámskrár um skólanámskrá, námssvið og námsþætti. Stjórnskipurit liggur fyrir, verkaskipting innan leikskólans er skýr og meirihluti starfsmanna er fagmenntaður og með langan starfsaldur. Stefna, markmið og gildi leikskólans eru skýr og hafa skilað margvíslegum ávinningi. Leikskólinn hefur unnið að ýmsum þróunarverkefnum með góðum árangri. Kerfisbundið sjálfsmat fer fram í leikskólanum, skólanámskrá er til staðar en skólastefna sveitarfélagsins hefur ekki verið mótuð. Aðgerðaráætlun tengd innra mati liggur fyrir. Samstarf við fræðslunefnd er mjög gott kemur hún að mati á skólastarfinu og viðhorfi foreldra og starfsmanna.

 

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00