Fara í efni  

Úttekt á fjárhagsstöðu sveitarfélaga 2010

Tímaritið Vísbending, sem er vikurit um viðskipti og efnahagsmál, hefur undanfarin ár skoðað fjárhag sveitarfélaga og gefið þeim einkunnir eftir nokkrum þáttum sem tengjast fjármálum.  Á stundum hafa slíkar athuganir tímaritsins ekki veitt fullnægjandi upplýsingar um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaga, en þó hafa niðurstöður vakið athygli og verið ákveðin vísbending um stöðu og samanburð á milli sveitarfélaga, en mælingin sýnir fyrst og fremst fjárhagslegan styrk viðkomandi sveitarfélaga.

 

Samkvæmt úttekt Vísbendingar vegna ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2010 kemur í ljós að staða Akraness er góð, lendir í 5 sæti,  fer úr 14. sæti frá árinu 2009 og úr 20. sæti frá árinu 2008.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00