Fara í efni  

Úthlutun styrkja frá Menningarráði Vesturlands

Menningarráð Vesturlands úthlutaði styrkjum fyrir árið 2008 í Vatnasafninu í Stykkishólmi föstudaginn 29. febrúar sl.  Úthlutað var að þessu sinni 25,7 milljónum króna.  Umsóknir voru 133 talsins og fjölgaði þeim um 29 frá fyrra ári. Í ræðu formanns Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara á Akranesi og formanns Menningarráðsins, koma m.a. fram eftirfarandi:

 

?Það vekur að sjálfsögðu mikla ánægju meðal okkar nefndarmanna og sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi að sjá hversu gróskumikið og metnaðarfullt starf er hér unnið.  Mörg þeirra frábæru verkefna sem við styrktum í fyrra hafa vakið mikla athygli, verið vel sótt og eru vel og fagmannlega unnin.   Þessi verkefni auðga mannlíf og draga fram svo margt jákvætt í umhverfi sínu.   Allt þetta sannfærir okkur enn frekar um það hversu gríðarlega mikilvægur þessi samningur er okkur Vestlendingum og að við erum á réttri leið.

 

Margar góðar umsóknir bárust að þessu sinni og er áhugavert hve margar umsóknir eru tengdar ferðamennsku og þá er gjarnan horft til fornra tíma í sögu Vesturlands. Vaxtarbroddurinn á Vesturlandi er menningartengd ferðamennska, en þótt litið sé til sögunnar er hún túlkuð á mjög nýstárlegan hátt með mjög metnaðarfullum leiksýningum, fjölbreyttum ferðum, námskeiðum, merkingum sögustaða og eftirtektarverðri samvinnu. Verkefni sem líta ef til vill meira til nútímans og að framtíðinni eru til dæmis stuttmyndahátíðin í Grundarfirði sem lauk um síðustu helgi. Umsóknirnar í ár eru um margt mjög metnaðarfullar, margbreytilegar og spanna vítt svið hugtaksins menning, má þar nefna t.d. óperu, kórverk, fjölmenningu, kvikmyndahátíð, fræðsluskilti, kortagerð,  klassík, rokktónleika, leikrit og er þá aðeins lítið upptalið.?

 

Styrkir sem komu í hlut einstaklinga, stofnana og félagasamtaka á Akranesi eru eftirfarandi:

 

 


Grundarskóli


Söngleikir


750.000


Markaðsskrifstofa Akraneskaupstaðar


Útiljósmyndasýning


700.000


Kirkjuhvoll


Listasýningar


650.000


Bíóhöllin


Ýmsir viðburðir


600.000


Markaðsskrifstofa Akraneskaupstaðar


Jón Hreggviðsson


500.000


Tónlistarskólinn


Suðræn sveifla


500.000


Þjóðlagasveit Akraness


Tónleikar


500.000


Nemendafélag FVA


Leikrit


500.000


Ljósmyndasafn Akraness


Hernámið


450.000


Byggðasafnið Görðum


Námskeið og fl


450.000


Markaðsskrifstofa Akraneskaupstaðar


Upplýsingaskilti


400.000


Bókasafn Akraness


Sýning


400.000


Brekkubæjarskóli


Sýning nemenda


400.000


Guttormur Jónsson


Sýning


300.000


Akraneskaupstaður


Hringsjá á Breið


300.000


Markaðsskrifstofa Akraneskaupstaðar


Listasmiðja ungs fólks


200.000


Hanna Þóra Guðbrandsdóttir


Tónleikar


200.000


Kennarar í Brekkubæjarskóla


Sýning


150.000


Allt heimsins fólk


Þjóðahátíð


150.000


Kammerkór Akraness


Tónleikar


100.000


Hvíta húsið


Trúbatoranámskeið


100.000


Samtals


 


8.300.000


 


 


 

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00