Fara í efni  

ÚTBOÐ - GATNAVIÐHALD 2022

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í viðhald gatna á Akranesi.

Um er að ræða viðgerð á steyptum og malbikuðum götum, yfirlögn með malbiki og gerð gönguþverana á Garðagrund og 8 öðrum götum: Akralundur, Asparskógar, Garðabraut, Jörundarholti, Ketilsflöt, Stillholt, Þormóðsflöt og Ægisbraut. Verkinu skal lokið fyrir 25. nóvember 2022.

Helstu magntölur: Uppbrot steypu 750 m2, Malbikun 7.500 m2, Hellulögð gönguþverun 380 m2.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá föstudeginum 27. maí 2022 í gegnum útboðsvef: https://mannvit.ajoursystem.net/.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 mánudaginn 13. júní 2022.

Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00