Fara í efni  

ÚTBOÐ - Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í raforkukaup

Um er að ræða alla almenna raforkunotkun sveitarfélagsins auk götulýsingar samkvæmt þessum útboðsgögnum. Um er að ræða almennt útboð. Tilboðsgjafi skal hafa raforkusöluleyfi á Íslandi sbr. 18. grein raforkulaga nr. 65 frá 2003.

Samningur nær til þriggja ára.

Helstu magntölur eru fyrir hvert ár eru:

Almenn notkun 1.260.000 kWh

Götulýsing 850.000 kWh

Útboðsgögn verða afhent á útboðsvef sem er aðgengilegur hér.

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.

Skilafrestur tilboðs er til kl. 11.00 fimmtudaginn 24. nóvember 2022

Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á Útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.

 

Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00