Fara í efni  

Útboð á verkinu Íþróttahús á Jaðarsbökkum - Innri frágangur og búnaður

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. óskar eftir tilboði í innri frágang og búnað fyrir nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum. Verkið er auglýst á EES svæðinu.

Í þessu útboðsverki skal ljúka við allan innri frágang ásamt ýmsum föstum búnaði í kjallara og á efri hæðum. Verktaki fær aðgang að vinnusvæði í kjallara 1. janúar 2024 og öllu húsinu eigi síðar en 1. apríl 2024. Mannvirkið er með heildar gólfflöt 5.300 m2.

Í haust er verið að ljúka við framkvæmdir við uppsteypu og allan ytri frágang með gluggum og hurðum. Á næsta ári verður lóðarfrágangur boðinn út sérstaklega og unninn samhliða innri frágangi.

Framkvæmdinni í kjallara skal skila 30. janúar 2025 og öllu verkinu 30. maí 2025.

Vettvangsskoðun verður föstudaginn 22. september 2023 kl. 10:00.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá þriðjudeginum 12. september 2023 kl. 12:00 í gegnum útboðsvef á slóðinni https://akranes.ajoursystem.net.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 19. október 2023. Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00