Fara í efni  

Útboð á rekstri tjaldsvæðis o.fl. á Akranesi


Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðis o.fl.
Óskað er eftir tilboðum í verkið:


Akranes ? rekstur tjaldsvæðis o.fl.


Stutt lýsing verkefnis:
Óskað er eftir tilboðum í  rekstur tjaldsvæðisins við Kalmansvík á Akranesi. Árlegur opnunartími er frá 1. apríl til 30. sept. en í ár skal nýr rekstraraðili hefja störf 1. maí n.k.
Hluti verkefnisins er einnig umsjón með almenningssalernum í Garðalundi og við Langasand. Opnunartími þeirra er nánar skilgreindur í útboðsgögnum.
Samningstími er 3 ár.


Boðið verður upp á kynningu á aðstæðum á tjaldsvæðinu miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10:00.


Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds á CD-diski í þjónustuveri Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18, 1. hæð frá og með 15. mars 2013 .


Tilboð verða opnuð 2. apríl 2013 kl. 11:00 í fundarherbergi umhverfis- og framkvæmdasviðs á 1. hæð að Stillholti 16-18.
Óski bjóðendur eftir gögnum á pappír verða þau seld á kr. 5.000,-.

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00