Fara í efni  

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Akranesi eftir endurtalningu

Á Akranesi voru alls 4.786 manns á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí 2014. Endurtalning fór fram 10. júní og eru eftirfarandi tölur uppfærðar í samræmi við niðurstöður þeirrar talningar. Talin atkvæði voru 3.366, þar af auðir seðlar 113 og ógildir 12. Kjörsókn var því 70,3% sem er aðeins betra en í kosningum árið 2010.

Atkvæðin skiptust sem svo:

 • B-Frjálsir með Framsókn - 468 atkvæði
 • D-Sjálfstæðisflokkur - 1338 atkvæði
 • S-Samfylking - 774 atkvæði
 • V-Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir  - 261 atkvæði
 • Æ-Björt framtíð - 400 atkvæði

Bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar verða því sem hér segir;

 1. Ólafur Guðmundur Adolfsson (D)
 2. Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)
 3. Sigríður Indriðadóttir (D)
 4. Ingibjörg Pálmadóttir (B)
 5. Einar Brandsson (D)
 6. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir (Æ)
 7. Valgarður Lyngdal Jónsson (S)
 8. Valdís Eyjólfsdóttir (D)
 9. Rakel Óskarsdóttir (D)

Síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar var 10. júní sl.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00