Fara í efni  

Úr starfi Leikfélags Akraness

Í anddyri Bókasafns Akraness hefur verið sett upp sýning á ljósmyndum og leikskrám úr starfi Leikfélags Akraness. Leikfélag Akraness var stofnað á fjórða tug síðustu aldar og sýndi fyrst í Báruhúsinu og síðar að jafnaði í Bíóhöllinni eftir að hún var risin. Fyrir utan ár síðari heimsstyrjaldar var starfsemin mjög blómleg eða allar götur fram á sjöunda áratuginn en síðasta uppfærsla félagsins var árið 1963.   

 

 

 

 

 
Þorvaldur Þorvaldsson þótti fara á kostum þegar hann lék Djöfulinn í uppfærslu Leikfélags Akraness á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson á starfsárinu 1956-1957.

 

Á vef Ljósmyndasafns Akraness www.akranes.is/ljosmyndasafn. er síðan að finna fjölbreytt úrval af myndum úr hinum fjölmörgu uppfærslum félagsins.

 

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsinsalla virka daga frá kl. 13:00 til 20:00 nema á föstudögum en þá er opið til kl. 18:00. Frá 1. okt. til 30. apríl er safnið opið á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00.

 

 

 

Myndina tók Árni Böðvarsson / Ljósmyndasafn Akraness.

 

Héraðsskjalasafn Akraness


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00