Fara í efni  

Upplýsingarit um tómstundastarf á Akranesi gefið út

Um næstkomandi helgi verður bæklingnum "Sumar á Akranesi 2009 - upplýsingarit um tómstundastarf á Akranesi" dreift inn á öll heimili á Akranesi. Í þessu riti, sem gefið er út árlega, er að finna ítarlegar upplýsingar um allt það tómstundastarf sem í boði er fyrir ungt fólk á Akranesi í sumar; Vinnuskóla, reiðnámskeið, knattspyrnu, sund, golf, "joggling" og leikjanámskeið svo fátt eitt sé nefnt. 

 

Það er Fjölskyldustofa Akraneskaupstaðar sem gefur ritið út en Akranesstofa hafði umsjón með útgáfunni. Ritstjórar þess eru Lúðvík Gunnarsson, deildarstjóri í Þorpinu og Jón Þór Þórðarson, íþróttafulltrúi ÍA. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00