Fara í efni  

Upplýsingamiðstöð um málefni útlendinga sett á stofn


Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Lárus Guðjónsson, formaður Akranesdeildar RKÍ
Samningur um þjónustu við útlendinga með lögheimili á Akranesi var undirritaður síðastliðinn föstudag, en Akraneskaupstaður hefur gert þjónustusamning við Akranesdeild Rauða kross Íslands um verkefnið.  Samningurinn, sem er til tveggja ára, felur m.a. í sér að komið verði á fót upplýsingamiðstöð um málefni útlendinga í Rauða kross húsinu við Þjóðbraut.   

 


Í upplýsingamiðstöðinni munu útlendingar geta leitað allra nauðsynlegra upplýsinga á einum stað  s.s. varðandi húsnæðismál, dvalar- og atvinnuleyfi, heilsugæslu, aðgengi að íslenskunámi, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mannréttindi eða allt það er varðar búsetu í nýju landi. Samvinna verði höfð við stéttarfélög, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og þær stofnanir, félög og félagasamtök sem þurfa þykir.  Verkefnið verður unnið í samráði við fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00