Fara í efni  

Undirritun samnings við Skagatorg ehf

Í dag var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins Skagatorgs ehf. um væntanlegar framkvæmdir á svæðinu norðan Stillholts. Á svæðinu er fyrirhuguð bygging verslunar- og þjónustuhúss ásamt tveimur blokkarbyggingum. Að Skagatorgi ehf. standa Fjarðamót hf., Gissur og Pálmi hf. og Hörður Jónsson eigandi Gnógs hf., hver með jafnan eignarhluta.  Í samkomulaginu felst m.a. að vinna við deiliskipulag svæðisins fer nú á fulla ferð og gera má ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist í haust.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00