Fara í efni  

Undirritun samnings um þjónustu við fatlaða

Síðastliðinn föstudag var undirritaður samningur sveitarfélaga á Vesturlandi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða, en þann 1. janúar 2011 taka sveitarfélög við þeirri þjónustu sem ríkið hefur veitt fötluðum skv. lögum þar um.  Þjónusta við fatlaða verður samþætt félagsþjónustu sveitarfélaganna, þannig að fatlaðir njóti heildstæðrar nærþjónustu hjá félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags.  Það er stjórn SSV sem ber ábyrgð á framkvæmd samningsins gagnvart sveitarstjórnunum, en framkvæmd samningsins er í höndum félagsþjónusta sveitarfélaganna þ.e. Félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, Félagsþjónustu Borgarbyggðar og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.  Meðfylgjandi  mynd er frá undirritun samningsins en það var Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00