Fara í efni  

Undirbúningur samstarfs Fjölbrautaskóla Vesturlands og Háskólans í Reykjavík

Fyrr í þessari viku komu fulltrúar Háskólans í Reykjavík þau Jens Arnljótsson, verkefnisstjóri iðnfræðináms og Málfríður Þórarinsdóttir, sviðsstjóri frumgreinasviðs Háskólans í Reykjavík,  í heimsókn í Fjölbrautaskóla Vesturlands og áttu þau fund með Herði Helgasyni skólameistara, Atla Harðarsyni aðstoðarskólameistara og Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra.


Til umræðu var mögulegt samstarf Háskólans við Fjölbrautaskólann og við fyrirtæki á Akranesi og í nágrenni.

Á fundinum var ákveðið að hefja vinnu næsta haust við að skilgreina leiðir til að klára stúdents­próf eftir verknám við FVA þannig að nemendur geti farið beint úr Fjölbrautaskólanum í iðn­fræði eða verkfræði án þess að byrja á undirbúningsnámi á frumgreinasviði HR.


Einnig var rætt um kynningu á tækninámi fyrir unglinga á Akranesi og mögulega aðkomu HR að henni og kosti þess að nemendur í tæknigreinum við HR vinni verkefni í samvinnu við fyrirtæki á Akranesi.
 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00