Fara í efni  

Umræður á vef Akraneskaupstaðar - að gefnu tilefni

Umræður hér á vef Akraneskaupstaðar hafa verið líflegar undanfarnar vikur, en þar hafa umræður um nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar og nú síðast Írska daga verið hvað fyrirferðarmestar. Þessi umræðuvefur var á sínum tíma settur af stað til að gefa fólki kost á að koma skoðunum sínum á framfæri og er ánægjulegt að sjá hve mikið þessi hluti vefsins er notaður. Hins vegar þykir ástæða til að brýna það fyrir fólki að skrifa hugleiðingar sínar ávallt undir fullu nafni og gæta almennrar kurteisi og velsæmis í skoðunum sínum og orðavali. 

 


Vefur Akraneskaupstaðar er ekki vettvangur fyrir persónulegar svívirðingar eða dónaskap, sem  jafnvel eru skrifaðar undir gælu- eða dulnöfnum. Það hefur enginn gagn eða ánægju af slíkum skrifum og reyndar áskilja vefstjórar sér rétt til að fjarlægja slík skrif af vefnum ef svo ber undir.


 


Virðingarfyllst,


 


Ragnheiður Þórðardóttir, vefstjóri


Tómas Guðmundsson, vefstjóri


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00